Kviknaði í bifreið á akstri eftir Grindavíkurvegi

Hér sést hvar verið er að koma bifreiðinni burt af …
Hér sést hvar verið er að koma bifreiðinni burt af vettvangi. Ljósmynd/Snæbjörn Tr. Guðnason

Eldur kviknaði í bifreið á akstri eftir Grindavíkurvegi um átta leytið í kvöld. Ökumenn urðu varir við að reykur var farinn að berast frá bifreiðinni. 

Komu þeir sér út í tæka tíð, en fyrr en varði var bifreiðin orðin alelda. 

Brunavarnir Suðurnesja voru fljótar á staðinn og slökktu eldinn, en að sögn Sturla Ólafssonar varðstjóra, var bifreiðin gjörónýt eftir eldinn. 

Ekki er vitað nákvæmlega hvað olli eldinum, en líklegt þykir að um einhvers konar tæknilega bilun hafi verið að ræða. 

Umferð truflaðist á meðan á slökkvistörfum stóð og beina þurfti ökumönnum framhjá. Annars gengu slökkvistörf „eins og í sögu“ að sögn Sturla.

Umferð var beint framhjá.
Umferð var beint framhjá. Ljósmynd/ Snæbjörn Tr. Guðnason
Tafir urðu vegna atviksins.
Tafir urðu vegna atviksins. Ljósmynd/Snæbjörn Tr. Guðnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert