Á vappi innan um féð og kemur heim að bæ

Brynjúlfur Brynjólfsson

Storkur birtist við bæinn Ásunnarstaði í Breiðdal í gærmorgun. Vappaði hann þar um túnið innan um fé í allan gærdag og var ekki að sjá að neitt fararsnið væri á honum, að sögn Rúnars Ásgeirssonar, bónda á Ásunnarstöðum. Allar líkur eru á að hér sé á ferð hvítstorkur sá er sást hefja sig til flugs frá Breiðdalsvík 22. október sl., eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu.

"Ég sá hann fyrst 25. október en svo hef ég ekki séð hann fyrr en í morgun," sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið í gær.

,,Það var snjór og gaddur þegar ég sá hann fyrst og því hélt ég að hann hefði drepist en svo birtist hann í morgun og hefur verið hér í allan dag. Hann heldur sig innan um féð og kemur alveg heim að húsi. Það er ekki hægt að segja að hann sé styggur, við komumst alveg að honum í svona 15 til 20 metra færi. Hann var mjög blautur og hrakinn í morgun en mér sýnist hann vera farinn að hressast mikið núna, og hann tínir í sig upp úr jörðinni," segir Rúnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert