Binni í Gröf til Vestmannaeyja

mbl.is/Sigurgeir

Nýr bátur, sem ber nafnið Binni í Gröf eftir hinni frægu kempu og aflakló Benóný Friðrikssyni, kom til Vestmannaeyja í dag. Eigandinn er Friðrik Benónýsson, sonur Binna. Á myndinni sjást Friðrik, Ragnheiður Alfonsdóttir eiginkona hans og Benóný sonur þeirra ásamt þeim sem sigldu bátnum til Eyja. Hinn 7. janúar hefði Binni í Gröf orðið 99 ára en hann fæddist þann dag árið 1904.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert