Með 27 hunda í ökuferð

Kona nokkur í Bretlandi var með 27 hunda í bíl sínum, þar af einn í fanginu, þegar lögregla stöðvaði hana þar sem hún ók eftir tvíbreiðri götu, að því er kom fram í réttarhöldum í máli konunnar í gær. Barbara Byrne, 60 ára, var einnig að reykja og með drykkjarfót á milli læra sér þegar lögreglumenn stöðvuðu hana, að því er segir í frétt BBC.

Lögreglumennirnir reyndu að fá Byrne til að stöðva bifreið sína þegar þeir mældu hraðann hjá henni ríflega 60 km/klst og sáu bifreiðina rása á veginum í úrhellisrigningu í Brampton í Cambridge-skíri.

Byrne ók tæpa 30 km eftir að lögregla hóf að reyna að stöðva hana með því að setja í gang sírenur og blikkljós. Kalla þurfti til annan lögreglubíl til að sitja fyrir Byrne og þvinga hana til að stöðva bifreið sína þann 13. maí á síðasta ári.

Konan var með fimm hunda lausa í bílnum og hafði 22 í búri aftur í bílnum. Hún sagði síðan lögreglunni að hún hafi ekið ríflega 160 km leið til að fara með hundana í göngutúr í fjöru í Skegness.

Dómurinn dæmdi hana seka um gáleysislegan akstur, að hafa virt stöðvunarmerki að vettugi og fleira. Hún missti ökuréttindin í eitt ár og var gert að greiða 75 punda sekt, eða 9.500 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant