Léttist úr 120 kílóum í 85

„Ég var orðinn fimmtíu og tveggja ára og 120 kíló þegar ég tók þá örlagaríku ákvörðun að við svo búið skyldi ekki standa,“ segir Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur og fyrrv. forseti ASÍ, en í nýrri bók sem hann hefur skrifað í samvinnu við Guðmund Björnsson lækni, lýsir hann árangrinum af svonefndum Atkins-
megrunarkúr sem hann hefur verið í frá 1987.

,,Það var ekki fyrsta skipti sem ég gerði tilraun til að megra mig en í þetta sinn skilaði hún mér stórfelldum og varanlegum árangri. Ég var á þessum tíma kominn í 120 kíló en náði mér á tólf mánuðum niður um 36 kíló. Í dag er ég á milli 85 og 90 kíló," segir Ásmundur í viðtali við Mbl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert