Rógsherferð í siðaðan farveg

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða (Icelandair), segir að ákvörðun stjórnar Kvenréttindafélags Íslands um að kæra Flugleiðir til kærunefndar jafnréttismála fyrir auglýsingar fyrirtækisins komi bæði á óvart og spánskt fyrir sjónir. "Ég fagna því að niðurstaða verði fengin í þetta mál, því það þýðir að sú rógsherferð gegn Icelandair sem hópur fólks hefur staðið fyrir á Netinu fer væntanlega í siðaðan farveg," segir hann. Hann segir að mikill meirihluti þeirra starfsmanna sem vinni við sölu- og markaðsmál fyrir Icelandair erlendis séu konur og ekki síst þeirra vegna sé mikilvægt að fá álit kærunefndar fram.

Kvenréttindafélagið fari að lögum og reglum

Að sögn hans er það umhugsunarefni að Kvenréttindafélagið virðist ætlast til þess að kærunefnd jafnréttismála á Íslandi taki sér úrskurðarvald í fjölmörgum löndum þar sem Icelandair hafi auglýst á undanförnum misserum, en félagið verði að fara að lögum og reglum í hverju landi fyrir sig þar sem það starfi og birti auglýsingar. "Icelandair hefur jafnframt ávallt lagt sig fram við að fara að íslenskum jafnréttislögum í einu og öllu, einnig í auglýsingum. Það er trú félagsins að niðurstaða kærunefndar muni staðfesta það."
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert