Hætt við að byggja bensínstöð við Hólabrekkuskóla

Borgarráð samþykkti í dag tillögu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur um að falla frá hugmynd um að byggja bensínstöð við Hólabrekkuskóla í Breiðholti. Var þetta gert í ljósi athugasemda frá íbúum í Breiðholti, mótmæla frá foreldrafélagi Hólabrekkuskóla og undirskrifta þar sem bensínstöðinni var mótmælt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert