Risaskip hugsanlega væntanlegt til Íslands 2007

Hugmyndin að risaskipinu frá Freedom Ship.
Hugmyndin að risaskipinu frá Freedom Ship.

Bandarísk fyrirtæki, Freedom Ship International, ætlar sér að byggja risaskip sem hýsir um 100 þúsund manns, en stefnt er að því að það hefji siglingar á næstu árum. Hugmyndin er sú að skipið sigli í sífellu um heiminn og komi meðal annars við á Íslandi í júní árið 2007, að því er fram kemur á heimasvæði Freedom Ship.

Gólfflötur Freedom Ship borgarinnar verður 1,7 milljón ferfet. Þá verður skipið 1,3 km að lengd og 225 metra breitt. Fram kemur á heimasvæði Freedom Ship að ekki sé um að ræða hefðbundið skemmtiferðarskip heldur borgarsamfélag þar sem viðskiptavinir eiga að geta búið, starfað, sest í helgan stein, farið í ferðalag eða heimsóknir. Flugvöllur verður á skipinu þar sem farþegavélar með allt að því 40 manns geta lent.

Einnig verða þar til staðar bókasöfn, skólar, verslanir, bankar, hótel, veitingastaðir, afþreyingarstaðir og spítalar. Þá er stefnt að því að gestir geti notað síma, Net og önnur fjarskipti um borð. Fram kemur í frétt Sarasota Herald Tribune, þar sem fjallað er ítarlega um þessi áform, að skipinu sé ætlað að rúma um 100 þúsund manns; 40 þúsund íbúa, 20 þúsund starfsmenn, 15 þúsund hótelgesti og 30 þúsund daglega gesti.

Segir að hugmynd að skipinu hafi kviknað árið 1994, en áætlaður kostnaður við byggingu skipsins nemi í kringum 803 milljörðum ísl. króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert