"Tilganginum náð"

Hópur á vegum Femínistafélags Íslands, sem nefndur er ofbeldisvarnarhópur, stóð að merkjasölu fyrir utan nektardansstaðinn Goldfinger í Kópavogi í fyrrakvöld. Merkin voru bleik að lit og á þeim stóð "Ég kaupi konur".

Tilgangurinn var að vekja neytendur klámiðnaðarins til umhugsunar um hlutverk sitt í að halda iðnaðinum gangandi en það eru þeir sem mynda eftirspurnina.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru um 4 milljónir manna seldar mansali í heiminum á ári hverju. Stærstu hóparnir eru konur og börn sem eru seld til klám- og vændisiðnaðarins.

Að sögn Hildar Fjólu Antonsdóttur, tengiliðs hópsins, hlaut uppátækið mikla athygli. "Tilganginum er náð. Þetta var fyrst og fremst pólitísk aðgerð til að vekja umræður um þessi málefni. Karlar, á öllum aldri, komu ýmist til að kaupa merkin eða boli sem á stóð "Vændi er ofbeldi". Við hvetjum alla karla til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara inn á nektardansstaði þar sem miklar líkur eru á því að einhverjar af stúlkunum þar hafi verið seldar mansali," segir Hildur Fjóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert