Tveir þingmenn Framsóknarflokks andvígir ákvörðun ríkisstjórnarinnar

Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Birkir J. Jónsson og Dagný Jónsdóttir, eru bæði andvíg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta gerð Héðinsfjarðarganga. Birkir segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar persónulegt áfall fyrir sig og hann hafi gert Halldóri Ásgrímssyni, formanni flokksins grein fyrir afstöðu sinni, að sögn Sjónvarpsins. Þá hefur Dagný Jónsdóttir sagt að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni sé rýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert