Pítsur sagðar góðar gegn krabbameini

Ítalskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að pítsur séu góð vörn gegn ýmsum tegundum krabbameins.

Vísindamennirnir rannsökuðu matarvenjur fólks, annars vegar meira en þrjú þúsund Ítala sem þjást af krabbameini í maga og meltingarfærum og hins vegar um fimm þúsund manna sem þjást af öðrum sjúkdómum.

Niðurstaðan var sú að þeir sem borðuðu pítsu einu sinni eða oftar í viku voru ólíklegri til að greinast með krabbamein en þeir sem aldrei borðuðu pítsu.

Silvano Gallus, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni, segir að áhrifin á krabbamein megi líklega rekja til tómata á pítsunum. Áður hefur verið sýnt fram á að tómatar geti komið í veg fyrir krabbamein.

Starfsbróðir Gallusar, Carlo La Vecchia, varar þó við því að of miklar ályktarnir séu dregnar af rannsókninni um áhrif pítsu á krabbamein. Hann segir að líklega sé pítsuátið aðeins merki um hollt mataræði ákveðins hóps Ítala, og bendir á að í hefðbundnum mat Miðjarðarhafsbúa sé mikið ólífuolíu, trefjum, grænmeti og ávöxtum og að þeir borði mikið af nýlöguðum mat, þar á meðal pítsu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant