Segir ljósagang frá nýju skilti Kringlunnar halda fyrir sér vöku

Skiltið stóra sem settur hefur verið upp á Kringlunni.
Skiltið stóra sem settur hefur verið upp á Kringlunni.

Maður, sem býr í Bólstaðarhlíð, hringdi í lögregluna í Reykjavík rétt fyrir miðnætti og kvartaði undan nýju og stóru auglýsingaskilti utan á Kringlunni; sagðist ekki geta fest svefn þar sem í svefnherbergi sínu væri ljósagangur eins og á diskóteki og kenndi skiltinu um.

Maðurinn hafði samband við lögregluna 10 mínútur fyrir miðnætti en áður hafði hann sett sig í samband við varðmenn öryggisfyrirtækisins Securitas í Kringlunni og kvartað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni snýr skiltið ekki að húsi mannsins og var ekki orðið við kröfum hans um að slökkt yrði á skiltinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert