Þörf á reglum um notkun vegaxla á Reykjanesbraut

Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, segir að þörf sé á reglum um notkun hinna svokölluðu vegaxla á Reykjanesbraut, en um hana eru ekki ákvæði í umferðarlögum.

"Þeir bílar sem keyra á vegöxlinni eru komnir út af akbrautinni. Við höfum verið á þeirri skoðun hér hjá lögreglunni í Keflavík að setja þyrfti um þetta sérstakar reglur, ekki síst þar sem ökumenn eru hvattir til þess að nota vegaxlirnar," segir hann.

Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segist líta svo á að vegöxlin eigi að skapa möguleika fyrir menn á að aka örlítið hægar en gengur og gerist og víkja þannig fyrir hraðari umferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert