Reykjanesbær tekur þátt í bíllausum degi

Reykjanesbær tekur þátt í "Bíllausum degi" sem efnt verður til víða um Evrópu 22. september næstkomandi. Tillaga þess efnis frá Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, var samþykkt á bæjarstjórnarfundi fyrr í vikunni.

Í tillögunni er Umhverfis- og tæknisviði Reykjanesbæjar falið að undirbúa og annast framkvæmd Bíllausa dagsins í Reykjanesbæ.

Fram kemur í greinargerð flutningsmanns að bíllaus dagur í Evrópu verði haldinn fimmta árið í röð og nú verði jafnframt efnt til sérstakrar umferðarviku dagana 16. til 22. september.

Tillagan var samþykkt samhljóða. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði að lokinni atkvæðagreiðslu að nú lægi að minnsta kosti fyrir að ellefu bæjarfulltrúar hefðu skuldbundið sig til að skilja bílana eftir heima þennan dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert