Búið að opna flestar götur á Akureyri

Gunnþór Hákonarson á skaflinum góða í Urðargili.
Gunnþór Hákonarson á skaflinum góða í Urðargili. mbl.is/Kristján

Stjórnendur snjóruðningstækja á Akureyri tóku daginn snemma og hófu snjómokstur fyrir allar aldir. Alls voru 27 snjóruðningstæki notuð til verksins og nú um hádegi voru allar helstu leiðir bæjarins færar en víða í úthverfum var þungfært og einstaka gata ófær. Gunnþór Hákonarson yfirverkstjóri gatnamála hjá Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar kannaði aðstæður í bænum nú skömmu fyrir hádegi og ók þá fram á þennan rúmlega 2ja metra snjóskafl í Urðargili í Giljahverfi. Ófært var upp á sorphauga bæjarins á Glerárdal, sem og upp í Hlíðarfjall og stendur ekki til að opna þær leiðir í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert