Netaðgangur að þjóðskrá takmarkaður

Ráðgert er að takmarka aðgang að þjóðskrá Hagstofu Íslands á Netinu um eða eftir miðjan næsta mánuð. Hægt verður að fletta áfram upp á einstaklingum, til að mynda í gegnum heimasíður bankanna á Netinu, en það verður bundið við viðskiptavini þeirra.

Ingi Örn Geirsson, framkvæmdastjóri upplýsinga- og tæknisviðs KB banka, segir að eftir því sem hann viti best verði ekki heimilaður frjáls aðgangur að þjóðskránni í nokkrum banka eftir hinar boðuðu breytingar.

Þjóðskráin er mikið notuð af fyrirtækjum hér á landi við upplýsingaöflun sem og af einstaklingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert