Stýri netabáts bilaði

Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, var kallað út um kl. 11 í morgun eftir að tilkynning barst frá netabátnum Mörtu Ágústdóttur GK-31 um að stýri bátsins væri bilað. Oddur V. fór út og tók Mörtu í tog. Reiknað er með að skipin verði komin til hafnar fyrir kl. 16 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu er ágætisveður á þessum slóðum og engin hætta á ferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert