Umboðsmaður Alþingis: Stjórnsýslan ekki til fyrir starfsmenn hennar

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. mbl.is

„Það setur að mér mestan kvíða þegar ég tel mig geta merkt að einhvers konar hroki ráði afgreiðslu eða framkomu. Þeir sem starfa í þágu hins opinbera verða að gæta þess að stjórnsýslan er ekki til fyrir starfsmenn hennar. Hún er til að þjónusta borgarana og leysa úr málum þeirra, samkvæmt þeim lagareglum sem settar hafa verið.“ Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, m.a. í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins, spurður hvort „gamli, góði geðþóttinn“ sé enn við lýði í íslenska stjórnkerfinu.

Tryggvi heldur því hins vegar fram að valdhroki heyri til undantekninga í stjórnsýslu nú á dögum. Starfsfólk stjórnsýslunnar sé stór og fjölbreyttur hópur einstaklinga og alltaf geti komið upp álitamál um „þessa mannlegu hegðan sem þetta snýst allt um. Störf í stjórnsýslunni eru alls ekki vandalaus.“ Athugasemdir um stjórnsýsluna ekki refsiverðar

Fyrrnefnd spurning blaðamanns kom í kjölfar þessara ummæla umboðsmanns Alþingis í viðtalinu: „Eitt verð ég þó að nefna sem veldur mér nokkrum áhyggjum. Það er þegar ég heyri fólk, gjarnan t.d. forsvarsmenn fyrirtækja, segja: „Nei, ég get ekki verið að kvarta. Ef ég geri það fæ ég eitthvað í bakið.“ Við þessu sjónarmiði verður að gjalda varhug. Stjórnsýslan má aldrei bregðast þannig við athugasemdum, sem gerðar eru við starfshætti hennar, hvort sem það er með réttu eða röngu, að borgararnir fái á tilfinninguna að þeim verði með einhverjum hætti refsað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert