Fundi stjórnar- og stjórnarandstöðu slitið eftir rúmar 15 mínútur

Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson við …
Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson við upphaf fundarins í dag. mbl.is/ÞÖK

Fundur formanna stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðuflokkanna, sem hófst klukkan 11, stóð yfir í rúmar 15 mínútur. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagðist hafa slitið fundinum þar sem forustumenn stjórnarflokkanna hefðu ekki viljað ganga til þessa fundar með því að byrja á að setja hvor öðrum skilyrði en það hefðu viðmælendurnir gert.

Davíð sagði við fréttamenn, að þeir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefðu ekki viljað ganga til fundar með forustumönnum stjórnarandstöðunnar með því að byrja á því að setja skilyrði. „Við töldum að Ögmundur Jónasson (þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs), hefði þegar í upphafi byrjað að setja þau skilyrði sem ætti að vinna eftir, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Það var okkar hugur, að það væri ekki farsælt fyrir samráð og samstarf að annar aðili setti þau skilyrði að hann fengi að ráða þessu öllu saman," sagði Davíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert