Gleyma fánanum við hún fram á nótt

Fyrirtæki í vesturborginni má eiga von á innheimtuseðli frá lögreglunni næstu daga fyrir brot á fánalögum með því að hafa íslenska fánann við hún á flaggstöng sinni fram eftir nóttu.

Lögreglumenn tóku niður fána við hús fyrirtækisins klukkan tvö í nótt en samkvæmt fánalögum má ekki flagga eftir sólsetur þegar svo ber undir en aldrei lengur en til miðnættis.

Að sögn lögreglunnar er talsvert um að fólk hirði ekki um að draga fánann niður á tilsettum tíma og lögreglumenn verði að gera það fyrir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert