Gjaldskrá OR hækkar um 2,6%

Gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir heitt vatn og raforku hækkar um 2,6% frá næstu mánaðamótum. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi fyrirtækisins nýverið.

Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og létu bóka að síðustu tvö ár hafi verið ár mikillar verðhækkunar hjá fyrirtækinu.

Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar OR, lét bóka að breyting á orkugjöldum nú sé í samræmi við hækkun byggingarvísitölu, eins og gert sé ráð fyrir í lögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert