Pétur hættir sem hæstaréttardómari

Pétur Kr. Hafstein.
Pétur Kr. Hafstein.

Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari hyggst hætta störfum við Hæstarétt Íslands og mun hann segja af sér embætti hæstaréttardómara 1. október nk., en þá eru 13 ár síðan hann tók til starfa við réttinn.

Í samtali við Morgunblaðið segir Pétur að hann og kona hans séu að byggja íbúðarhús á Rangárvöllum í Rangárvallasýslu og muni þau þegar fram líði stundir flytjast þangað búferlum. Þangað til mun hann nema sagnfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands, og hefur hann nám við sagnfræðideildina í haust. Hann segir sagnfræði lengi hafa verið sitt áhugamál, og segist hlakka til að sinna henni í framtíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert