Forseti Íslands segist ekki verða var við kreppu í stjórnkerfinu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist hvorki verða var við stríðsástand né kreppu í stjórnkerfinu í kjölfar þess að hann synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar, að því er fram kom í Laugardagsþættinum á Rás 1.

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, gefur hins vegar ekkert fyrir skoðanakannanir um fylgi við frambjóðendur, segir í fréttum RÚV. Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi, sagði að ef hann yrði kjörinn hygðist hann ógilda ákvörðun forseta og staðfesta fjölmiðlalögin. Rætt var við forseta Íslands, Ástþór og Baldur í þættinum í dag vegna fyrirhugaðra forsetakosninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert