Gallup: 93% líkleg til að kjósa um fjölmiðlalögin

Nærri 93% þjóðarinnar telja líklegt og 4,5% ólíklegt að þau munu taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Um 3% telja það hvorki líklegt né ólíklegt.

Um 62% landsmanna segjast ætla að kjósa á móti fjölmiðlalögunum, þ.e. að greiða atkvæði til synjunar lögunum og tæplega 31% segist kjósa með lögunum, þ.e. ætla að greiða atkvæði til samþykktar laganna.

Rúmlega 7% segjast ekki ætla að kjósa eða skila auðu í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin.

Munur er á afstöðu kynjanna með og á móti fjölmiðlalögunum. Um 66% kvenna og 59% karla segjast ætla að synja lögunum, en 27% kvenna og 34% karla segjast ætla að samþykkja lögin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert