14 ára drengur lést í Bláa lóninu

Banaslys varð í Bláa lóninu í dag þegar fjórtán ára gamall piltur af erlendum uppruna lést. Fram kemur á fréttavef Víkurfrétta að slysið hafi orðið á þriðja tímanum í dag. Drengurinn var fluttur í skyndi á bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut en lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Anna G. Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóra Bláa Lónsins, sagði við Morgunblaðið að vitað sé drengurinn hafi verið flogaveikur en ekki hefur verið staðfest hvort það hafi valdið því að hann hafi drukknað.

Starfsmönnum Bláa Lónsins býðst áfallahjálp sem mun standa fram á kvöld. Víkurfréttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert