Útlit fyrir að 365 þúsund erlendir ferðamenn komi hingað í ár

Erlendum ferðamönnum hér á landi hefur fjölgað jafnt og þétt.
Erlendum ferðamönnum hér á landi hefur fjölgað jafnt og þétt.

Um 37 þúsund fleiri erlendir ferðamenn komu til Íslands fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Ferðamálaráð segir, að miðað við þær upplýsingar sem séu fyrirliggjandi um bókanir síðustu mánuði ársins, megi gera ráð fyrir að erlendir gestir til Íslands á þessu ári verði nálægt 365.000 eða um 45.000 fleiri en í fyrra.

Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, segir á heimasíðu Ferðamálaráðs, að þetta samsvari því að hingað til lands komi að meðaltali hvern einasta dag ársins 1000 gestir, sem dvelji í landinu. Þessu til viðbótar komi gestir með skemmtiferðarskipum og svo þeir gestir sem hafa stutta viðdvöl í Leifsstöð.

Magnús segir að í ár hafi um 1800 erlendir gestir komið að meðaltali hvern dag sumarsins og gera megi ráð fyrir um 730 að meðaltali utan sumars. Fyrir 10 árum, eða árið 1994, komu að meðaltali 1000 gestir daglega yfir sumarið en um 230 að meðaltali utan sumarsins.

Heimasíða Ferðamálaráðs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert