Lítil viðbrögð við auglýsingum um störf hjá Fjarðaráli

Allt útlit er fyrir að sækja þurfi þorra þess vinnuafls sem starfa mun við byggingu Fjarðaáls á Reyðarfirði til útlanda, þar sem lítill áhugi er meðal Íslendinga á störfunum.

Að sögn Glúms Baldvinssonar, nýráðins upplýsingafulltrúa Bechtel á Íslandi, sem er aðalverktaki við byggingu Fjarðaáls, var upphaflega gert ráð fyrir að stór hluti vinnuafls við byggingu álversins yrði íslenskur. Reiknað er með að 1.500-1.800 manns muni starfa við álversframkvæmdirnar þegar mest lætur 2006.

100 Íslendingar að störfum

Að sögn Glúms kom í ljós þegar farið var að kanna það betur að líklega yrði verktakinn að sækja meginþorra vinnuaflsins til útlanda og stærri hluta en upphaflega var gert ráð fyrir. Viðbrögð við auglýsingum um störf eru lítil samkvæmt heimildum blaðsins.

Jarðvegsframkvæmdir við álverið eru hafnar og gert ráð fyrir að álverið verði gangsett í apríl 2007, gangi áætlanir eftir. Að sögn Glúms eru ríflega 100 Íslendingar nú þegar að störfum við jarðvegsframkvæmdir í tengslum við álverið og við byggingu starfsmannaþorps, á vegum ýmissa undirverktaka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert