Íslenskir unglingar drekka minna en jafnaldrar þeirra í Evrópu

Norðmenn eru himinlifandi yfir hversu ungdómurinn þar í landi drekkur …
Norðmenn eru himinlifandi yfir hversu ungdómurinn þar í landi drekkur lítið miðað við evrópska jafnaldra en íslenskir unglingar eru enn hógværari þegar kemur að drykkju.

Íslenskir 15-16 ára unglingar drekka minna áfengi en jafnaldrar þeirra í flestum Evrópulöndum, samkvæmt niðurstöðum evrópskrar skólakönnunar sem norska blaðið Dagsavisen segir frá í dag. Eru Norðmennirnir alsælir yfir niðurstöðum könnunarinnar því samkvæmt henni eru bara þrjár þjóðir þar sem unga fólkið drekkur minna en í Noregi og þar á meðal eru Íslendingar. Hinar eru Tyrkland og Portúgal.

Var meðal annars kannað hversu margir þátttakendur hefðu farið á fyllirí að minnsta kosti þrisvar sinnum síðasta mánuðinn en aðstandendur könnunarinnar skilgreina fyllirí þannig að viðkomandi drekki meira en fimm drykki í röð. Sögðust 11% íslenskra unglinga hafa gert það, 9% stúlkna og 13% drengja. Í Tyrklandi, sem var neðst á listanum, höfðu 5% unglinga drukkið svo oft, en 24% unglinga í Danmörku og 24% unglinga í Noregi.

Írar eru efstir á listanum en 32% unglinga þar í landi höfðu drukkið svo mikið þrisvar eða oftar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert