Utanríkismálaályktun samþykkt á flokksþingi framsóknarmanna

Ályktun um utanríkismál var samþykkt samhljóða og án frekari umræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegið í dag. Í kafla tillögunnar um Evrópumál urðu verulegar orðalagsbreytingar frá þeim drögum sem lágu fyrir þinginu þegar það hófst.

Endanleg Evrópukaflaútgáfa ályktunarinnar hljóðar svo:

    Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegan undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing til kynningar.

    Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert