Davíð: Engin ný ákvörðun í Evrópumálum

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að hann fengi ekki séð að tekin hafi verið ný ákvörðun í Evrópumálum með samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins um að halda skuli áfram vinnu við hugsanlegan undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Sagði Davíð, að honum skildist að forsætisráðherra Noregs hefði hringt vegna þess að ungliðahópur vildi koma fram einhverri ályktun. En ekkert hafi gerst svo hann sjái, miðað við að hann sjálfur væri læs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert