Tungumálaráðstefna til heiðurs Vigdísi

Frá setningarathöfn ráðstefnunnar í morgun. Á myndinni eru meðal annars …
Frá setningarathöfn ráðstefnunnar í morgun. Á myndinni eru meðal annars Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. mbl.is/Golli

„Samræður menningarheima“ er yfirskrift ráðstefnu sem hófst í gær og haldin er til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni af 75 ára afmæli hennar á morgun, 15. apríl. Ráðstefnan, sem er alþjóðleg, fjallar um tungumál og menningarlegan fjölbreytileika og er haldin á Íslandi.

Í tengslum við ráðstefnuna var afhjúpuð brjóstmynd af Vigdísi, sem mun standa í Háskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu skipuleggjenda.

„Í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur Norræna ráðherranefndin fyrir málþingi á meðan á ráðstefnunni stendur, undir heitinu „Tungumál og menningarlegur fjölbreytileiki. Skráning og nýting gagna sem tengjast tungumálum og menningu,” að því er segir í tilkynningunni.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða japanska þingkonan Shinako Tsuchiya, sem meðal annars mun ræða um stöðu kvenna í Japan. Á morgun flytur Mary Robinson fyrrverandi forseti Írlands fyrirlestur sem nefnist „The Power of Dialogue”.

„Vigdís Finnbogadóttir sem einnig er góðgerðasendiherra UNESCO fyrir tungumál heims, hefur látið til sín taka í baráttunni fyrir því að fólk geri sér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika tungumála og hve mikilvægt það er að standa vörð um tungumál í útrýmingarhættu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert