Hælisleitendur höfðu ekki kvartað við yfirvöld í Reykjanesbæ

Frá mótmælaaðgerðum hælisleitendanna í dag.
Frá mótmælaaðgerðum hælisleitendanna í dag. Þorgils Jónsson

Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæ, segir mótmæli hælisleitenda, sem bíði afgreiðslu sinna mála í bæjarfélaginu, koma félagsmálayfirvöldum þar algerlega á óvart. „Þeir hafa ekki kvartað við okkur þannig að við komum alveg af fjöllum með þetta," sagði hún í samtali við blaðamann fréttavefjar Morgunblaðsins í dag. „Við útvegum þessu fólki húsnæði og aðra grunnþjónustu en öðru verðum við bara að vísa frá okkur því við höfum ekkert með afgreiðslu mála þeirra að gera."

Þá segist Hjördís fyrst hafa heyrt af óánægju fólksins með aðbúnaðinn er hún heyrði það í fjölmiðlum í dag að átta af 24 hælisleitendum í bænum hafi komið saman við ráðhúsið í Reykjanesbæ til að mótmæla lélegum aðbúnaði og afskiptaleysi yfirvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert