Iceland Express hættir sölu á DV og Hér & nú

Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að hætta sölu á DV og tímaritinu Hér & nú um borð í flugvélum félagsins.

Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir umfjöllun þessara fjölmiðla um einkalíf fólks vera ógeðfellda og ósmekklega. Að mati Birgis er Iceland Express að bregðast við umræðu í þjóðfélaginu og kröfum almennings um að umfjöllun af þessu tagi verði ekki liðin.

Birgir segir að Iceland Express selji vel yfir tvö þúsund eintök af DV á mánuði. "Farþegar okkar hafa enga valkosti um hvort þeir sjá forsíðuna eða ekki þar sem gengið er með blaðið um gangana. Við viljum þá frekar selja vöru sem fólki líkar betur og er þar af leiðandi betri fyrir okkur," segir Birgir og bætir við að Iceland Express muni einnig hætta að auglýsa hjá DV.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert