Ekkert banaslys á Reykjanesbraut í 14 mánuði

Stór hluti Reykjanesbrautarinnar hefur verið tvöfaldaður.
Stór hluti Reykjanesbrautarinnar hefur verið tvöfaldaður. mbl.is

Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut frá því að opnað var fyrir umferð um tvöfaldan hluta hennar fyrir um 14 mánuðum en á sama tímabili þar á undan létust sjö einstaklingar í jafnmörgum banaslysum.

Þetta kemur fram í grein sem Steinþór Jónsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, skrifar í Morgunblaðið í dag. Segir hann að tvöföldun Reykjanesbrautar hafi aukið umferðaröryggi gífurlega, þrátt fyrir að aðeins fyrri áfanga brautarinnar sé lokið. Hann bendir á að 63 hafi látist á Reykjanesbraut á síðustu 40 árum og að hlutfall þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega hafi aukist hlutfallslega mest á árunum 1999-2003. Hins vegar hafi enginn látist eða slasast alvarlega frá því að tvöfaldi kaflinn var tekinn í notkun fyrir rúmu ári.

Steinþór telur að vegrið á tvöfaldri Reykjanesbraut séu nauðsyn og að annað væri kæruleysi og jafnvel óskhyggja um örugga framtíð. Bendir hann á umferðaróhapp sem varð á Reykjanesbrautinni fyrir skömmu þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á tvöfalda kaflanum og endaði hinum megin á veginum, þrátt fyrir að ellefu metrar séu á milli akreina á tvöfalda kaflanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert