Vinstri grænir vilja að Hafnfirðingar kjósi um stækkun álversins í Straumsvík

Vinstri grænir, VG, í Hafnarfirði samþykktu á félagsfundi flokksins í gærkvöldi að standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem sem skorað er á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að halda íbúakosningar um fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Í ályktun VG segir að stækkun álversins hafi gríðarleg áhrif á Hafnarfjörð, ímynd hans og bæði mengun í lofti og sjó. Því sé eðlilegt að bæjarbúar fái að segja álit sitt á stækkuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert