Opnuðu nýjan hjólreiðastíg á tvímenningshjóli

Lúðvík og Rannveig klippa á borða á hjólreiðastígnum í dag.
Lúðvík og Rannveig klippa á borða á hjólreiðastígnum í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Þau Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, opnuðu í dag nýjan hjólastíg milli Hafnarfjarðar og Straumsvíkur með því að klippa á borða og fá sér hjólreiðasprett á tvímenningshjóli á stígnum í átt til Straumsvíkur.

Lagningu hjólreiða- og göngustígsins lauk fyrir skemmstu en með honum rættist langþráður draumur margra sem ýmist ganga eða hjóla til og frá vinnu í Straumsvík. Gerð stígsins var samstarfsverkefni Alcan og Hafnarfjarðarbæjar sem deildu með sér kostnaði við framkvæmdina. Verkefninu er ætlað að tryggja öryggi þeirra sem fara um svæðið og stuðla að aukinni hreyfingu og útiveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert