Kannað hvort fangaflugvélar hafi millilent hér

Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að verið sé að kanna hjá bandarískum stjórnvöldum hvort flugvélar sem flutt hafi fanga til landa þar sem pyntingar eru leyfðar, hafi millilent á Íslandi eða farið um íslenska lofthelgi.

Ragnheiður segir, að íslensk stjórnvöld hafi engar upplýsingar fengið um slíkt og ekki hefði verið staðfest að þær flugvélar sem fjallað hefur verið um í því samhengi hefðu í raun og veru verið notaðar til fangaflutninga.

Ragnheiður sagði að íslensk stjórnvöld vildu standa við alla sáttmála sem þau hefðu skrifað undir, þ.m.t. um með ferð fanga. Ef fyrir lægi vitneskja um að flugvél væri að flytja fanga sem ekki nytu lögbundinna mannréttinda, mætti gera ráð fyrir að slík vél fengi ekki leyfi til að fara um íslenska lofthelgi eða lenda á íslensk um flugvöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert