Mikil afföll í kvennalandsliðinu

"ÉG er með nokkuð sjóaðan hóp en því má ekki gleyma að á þessum fjórum árum sem ég hef verið með landsliðið hafa níu landsliðskonur orðið ófrískar og eignast börn. Af þeim hefur aðeins ein skilað sér til baka inn í landsliðið að loknum barnsburði," segir Stefán Arnarsson, landsliðþjálfari kvenna í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið.

Stefán hefur valið 22 leikmenn til æfinga fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Ítalíu undir lok þessa mánaðar.

Stendur framförum í íþróttinni fyrir þrifum

Stefán segir að þetta brottfall reyndra handknattleikskvenna standi framförum landsliðsins að nokkru leyti fyrir þrifum, en íslenskur kvennahandknattleikur er nokkur eftirbátur þess sem gerist hjá frændþjóðunum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Nokkuð sem handknattleikur karla gerir ekki.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert