BSRB styrkir Mannréttindaskrifstofu Íslands

BSRB afhenti Mannréttindaskrifstofu Íslands í dag einnar milljón króna styrk til reksturs skrifstofunnar í ár.

Á heimasíðu BSRB segir, að samtöki hafi ásamt Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, Kennarasambandi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands og Landssambandi eldri borgara, sent fyrr á árinu frá sér sameiginlega ályktun þar sem niðurskurði ríkisstjórnarinnar við Mannréttindaskrifstofuna var mótmælt og því lýst yfir að samtökin myndu tryggja rekstur skrifstofunnar í ár. Þá hafi samtökin krafist þess að ríkisstjórn Íslands tryggði rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert