Slegist um síðustu jólatrén

mbl.is/Kristinn

Allt virðist stefna í að jólatré seljist upp á höfuðborgarsvæðinu. "Við erum búnir að vera í þessum bransa í allmörg ár, en ég man ekki eftir viðlíka ástandi sl. fimmtán ár nema ef vera skyldi jólin fyrir þremur árum þegar Landgræðslan hætti að selja jólatré," segir Jónas Guðmundsson hjá Flugbjörgunarsveitinni sem selur jólatré sín við Flugvallarveg.

Segir hann bæði björgunarsveitir og seljendur jólatrjáa jafnt í borginni sem í nágrannasveitarfélögum hafa hringt í sig í gær, fimmtudag, til að falast eftir trjám. "Við höfum því miður ekki haft tök á að sinna því þar sem við þurfum að sinna okkar viðskiptavinum. Sjálfir stöndum við ágætlega og eigum enn töluvert af trjám. Við eigum líklega tré töluvert fram á morgundaginn [föstudag] þótt vandi sé um slíkt að spá," segir Jónas. Aðspurður segist hann áætla að björgunarsveitirnar þrjár í Reykjavík, Hafnarfirði og Garðabæ selji samanlagt 3-5 þúsund tré fyrir hver jól.

Fólk virðist hafa meira milli handanna

Inntur eftir skýringu á góðri jólatrjáasölu nú segist Jónas eiga fá svör.

"Eina skýringin sem við sjáum er að þetta standi í tengslum við þá staðreynd að smásöluverslun hefur aukist til muna á sl. mánuðum. Fólk er greinilega með meira á milli handanna og er þá að kaupa stærri tré og hugsanlega kannski fleiri. Það er það eina sem mér dettur í hug - hversu langsótt sem það hljómar," segir Jónas og bendir á að íslensku jólatrén hafi heldur aldrei verið vinsælli. "Við sjáum þannig 200-300% aukningu frá í fyrra á sölu íslenskra jólatrjá, m.a. stafafuru úr Haukadalsskógi, þótt þau séu umtalsvert dýrari en danski normansþinurinn."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert