Ísland í fyrsta sæti yfir þau lönd sem reiðubúin eru fyrir hnattvæðingu

Ísland er í fyrsta sæti í heildarsamanburði á 29 aðildarlöndum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, þegar litið er til þess hversu reiðubúin löndin eru fyrir hnattvæðingu og vaxandi alþjóðlega samkeppni. Dönsk samtök iðnaðarins gáfu út samanburðarskýrslu þar sem þetta er skoðað og eru Sviss og Finnlandi í næstu sætum.

Fjallað er um þetta á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins og segir þar að Ísland fái mörg stig fyrir „frumkvöðlaeðli og jákvætt viðhorf til alþjóðlegrar samkeppni“ og „sveigjanleika viðskiptaumhverfisins“. Afstaða Íslendinga sé jákvæð til hnattvæðingar og alþjóðlegrar samkeppni, atvinnuþátttöku almennt, atvinnuþátttöku eldra fólks, fjölda netnotenda og mismunun hér lítil á fólki út frá kyni, litarhætti og aldri.

Skýrsla danskra samtaka iðnaðarins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert