Rehn segir Ísland geta fljótlega orðið ESB-ríki

Finninn Olli Rehn, sem fer með stækkunarmálin í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), telur að hægja muni á stækkunarferlinu þegar Rúmenía og Búlgaría hafi fengið aðild. Kom fram í svari við fyrirspurn hjá hugveitunni European Policy Centre í Brussel í gær að Ísland gæti ef til vill orðið næst til að ganga í ESB á eftir tveimur áðurnefndum ríkjum.

Alls eiga nú 25 ríki aðild að sambandinu. Rehn sagði að ekki væri sennilegt að fleiri ríki myndu bætast við fyrr en eftir að væntanlegar umbætur hefðu verið gerðar á reglum um fjárlagagerð og öðrum stofnanaþáttum ESB. Hann sagði að á eftir Íslandi væri Króatía líkleg til að bætast í hópinn. Nota yrði næstu ár til að gera stofnanir ESB starfhæfari og sannfæra almenning um að það hefði verið til góðs að taka inn 10 ný ríki í einu eins og gert var 2004.

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði á fundi í Kaupmannahöfn, að því er fram kom á NFS í gær, að Ísland nyti virðingar í Evrópu og kvaðst hann vera viss um að almenn viðbrögð yrðu jákvæð ef Íslendingar vildu ganga í sambandið. Hann bætti jafnframt við að Íslendingar hefðu ekki sótt um aðild að sambandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert