Vatn hefur runnið úr uppistöðulóni Djúpadalsárvirkjunar

Vatn rennur nú úr uppistöðulóni Djúpadalsárvirkjunar 2 í Eyjafirði.
Vatn rennur nú úr uppistöðulóni Djúpadalsárvirkjunar 2 í Eyjafirði. mbl.is/Benjamín

Vegna hlýinda að undanförnu hækkaði verulega í uppistöðulóni Djúpadalsárvirkjunar 2 í Eyjafjarðarsveit og hefur vatnið nú brotið sér leið meðfram stíflunni og myndað talsvert skarð við hlið stíflunnar þar sem rennur úr lóninu. Aðalsteinn Bjarnason, eigandi Fallorku ehf. sem byggði virkjunina, segir að vissulega sé um að ræða nokkuð tjón en þó ekki óyfirstíganlegt.

Fallorka hefur byggt tvær virkjanir í Djúpadalsá og framleiðir hvor um sig um 1900 kW af rafmagni. Verið er að undirbúa að byggja þriðju virkjunina. Norðurorka kaupir allt rafmagn sem framleitt er í virkjununum. Að sögn Franz Árnasonar, forstjóra Norðurorku, er ekki talið að þetta hafi nein áhrif á raforkuframboð þar sem rennslið í ánni sjálfri sé nægt yfir sumartímann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert