Hjón dæmd í fangelsi fyrir ofbeldi

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrrverandi hjón í fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru í september sl. og kannabisræktun á heimili sínu. Konan hlaut 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stinga mann sinn í bakið með hnífi svo af hlaust 3 cm djúpt sár. Féll lunga hans saman og upplýsti læknir að með réttum aðgerðum hefði tekist að fyrirbyggja að hann lenti í hugsanlegri lífshættu. Sjálfur fékk maðurinn 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast harkalega að konu sinni og taka hana hálstaki rétt áður en hún stakk hann eftir átökin. Hjá þeim höfðu fundist 185 kannabisplöntur og 382 gr. af maríúana auk tækja til ræktunar og tæplega 5 lítra af kannabisblönduðum vökva og var það gert upptækt.

Sveinn Sigurkarlsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi konunnar var Þórdís Bjarnadóttir hdl.og verjandi mannsins Bjarni Hauksson hdl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert