Bensín hækkað um 20% frá áramótum

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is
Olíufélögin hækkuðu í gær verð á eldsneyti. Lítrinn af bensíni hækkaði um 3,40 kr. og lítrinn af dísilolíu hækkaði um 2 kr. Eftir hækkunina er algengt verð á bensíni með fullri þjónustu 137,80 kr. og á dísilolíu 130,30 kr. Algengt sjálfsafgreiðsluverð er fimm krónum lægra eða 132,80 kr. fyrir bensínlítrann og 125,30 kr. fyrir lítrann af dísilolíu.

Samkvæmt upplýsingum olíufélaganna er ástæðan fyrir hækkuninni hækkun á heimsmarkaðsverði eldsneytis sem rekja má einkum til ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins.

Verð á eldsneyti hefur breyst yfir þrjátíu sinnum það sem af er þessu ári, oftast til hækkunar. Frá því í ársbyrjun hefur verð á bensíni með fullri þjónustu hækkað úr 114,80 kr. á lítrann eða um 23 krónur, sem er 20% hækkun. Á sama tíma hefur verð á dísilolíu hækkað úr 112,80 kr. í 130,30 kr. á lítrann, sem er 15,5% hækkun. Hefðbundið er að bensín hækki meira en olía yfir sumarmánuðina vegna mikillar eftirspurnar þegar ferðatíminn fer í hönd, samkvæmt upplýsingum olíufélaganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert