Bragi Einarsson látinn

Bragi Einarsson.
Bragi Einarsson.

Bragi Einarsson, fyrrverandi forstjóri í Eden, lést síðastliðinn mánudag á heimili sínu, Krókabyggð 1 í Mosfellsbæ. Bragi var 77 ára að aldri. Hann fæddist 19. ágúst árið 1929 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Sigríður Valdimarsdóttir húsmóðir og Einar Kristján Þorbergsson sjómaður.

Bragi útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi árið 1950 en hann stundaði síðar nám í blómarækt á Long Island í New York í Bandaríkjunum árið 1956.

Bragi vann sem verktaki við skrúðgarðyrkju í Reykjavík frá árinu 1950 til 1952 og við akstur á Keflavíkurflugvelli árin 1953 til 1954 og 1956.

Bragi stofnaði garðyrkjustöðina Eden í Hveragerði árið 1958 og rak hana í nær hálfa öld en hann seldi reksturinn í byrjun þessa árs.

Bragi var formaður Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði árin 1962 til 1969 og var í ritstjórn BS, blaðs sjálfstæðismanna þar, um árabil.

Bragi var mjög listhneigður og fékkst bæði við myndlist, ljóðagerð og ritsmíðar. Hann var kjörinn Hvergerðingur ársins árið 1992 fyrir atvinnuuppbyggingu í bæjarfélaginu og störf að menningarmálum. Bragi var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1999 og var útnefndur bæjarlistamaður Hveragerðis 17. júní síðastliðinn.

Eftirlifandi kona Braga er Karen Mellk, verslunarstjóri og sagnfræðingur.

Bragi lætur eftir sig tvo syni og eina dóttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert