Höfuðborgarbúar sleikja sólskinið

Brugðið á leik í laugunum.
Brugðið á leik í laugunum. mbl.is/Golli

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu kunna sér ekki læti í dag því nú hefur sólin loks náð að reka rigninguna á brott - að minnsta kosti í bili. Klukkan 13 var lofthitinn kominn í 17,3 stig og varla sést ský á lofti. Mikill mannfjöldi er nú í sundlaugum og á ylströndinni í Nauthólsvík og nokkur fyrirtæki auglýstu fyrir hádegi að þau yrðu lokuð um tíma í dag vegna veðurs enda vissara að grípa tækifærið meðan það gefst því spáð er að heldur þykkni upp vestanlands á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert