Þjóðkirkjan átti ekki aðild að auglýsingu Samvinnuhóps kristinna trúfélaga

Frá Hinsegin dögum í Reykjavík.
Frá Hinsegin dögum í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Biskupsstofa hefur sent fjölmiðlum tilkynningu til áréttingar því að Þjóðkirkjan hafi ekki átt aðild að auglýsingu sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag, sem undirrituð var af Samvinnuhópi kristinna trúfélaga en hann býður samkynhneigðum aðstoð við að „losna úr viðjum samkynhneigðar“. „Þjóðkirkjan á ekki aðild að þessari auglýsingu og efni hennar er ekki í samræmi við þær áherslur sem kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar hefur lagt fram og eru nú til umræðu innan kirkjunnar,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir að samkynhneigðir séu hluti af samfélagi fólks og kirkju og vakin athygli á umfjöllun og upplýsingar um þá samræðu sem eigi sér stað innan kirkjunnar og við aðrar kirkjudeildir um þau mál.

Umræða Þjóðkirkjunnar um samkynhneigð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert