Starfsmanni OR leyft að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar

Á fundi borgarráðs í dag var kynnt sú ákvörðun stjórnarformanns og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að aflétta banni við því að Grímur Björnsson, starfsmaður Orkuveitunnar, tjái sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar.

Í tilkynningu frá F-listanum í borgarstjórn er þessari ákvörðun fagnað og segir að það varði almannahagsmuni að sérfræðingar geti tjáð sig um ýmsa áhættuþætti, sem séu samfara byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Mikilvægt sé að Landsvirkjun og stjórnvöld taki tillit til slíkra ábendinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert