Ártúnsbrekka lokuð vegna aftanákeyrslu í kjölfar ofsaaksturs

Ártúnsbrekkan í Reykjavík er lokuð til vestur vegna umferðarslyss sem þar varð um klukkan hálf sex síðdegis, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Sportbifreið var ekið niður brekkuna og aftan á jeppling sem kastaðist út af. Mörg vitni urðu að ofsaakstri sportbifreiðarinnar fyrir áreksturinn, í mikilli umferð, segir lögreglan.

Beita þurfti klippum til að ná ökumanni jepplingsins út úr flakinu, en ekki kveðst lögreglan hafa upplýsingar um hvort hann hafi meiðst. Þrennt hafi verið í sportbílnum, en ekki sé vitað um meiðsl þeirra. Ártúnsbrekkan verði lokuð til vesturs að minnsta kosti til klukkan 18.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert